Að kaupa notaðan rafbíl

Árið 2019 voru tengiltvinnbílar (Plug-in Hybrid) og hreinir rafbílar 18,1% af heildarsölu nýrra bíla samkvæmt grein Bílgreinasambandinsins. Af þeim 11.728 bílum sem voru seldir í heildina voru um 2.122 tengiltvinnbílar eða hreinir rafbílar. Sem segir okkur að næstum því 20% af seldum nýju bílum árið 2019 er hægt að stinga í samband og aka að öllu eða einhverju leyti á rafmagni eingöngu.

Rafbílavæðinginn kallar eftir nýju tungumáli sem er gott að þekkja þegar farið er í kaup á notuðum rafbíl.

Þegar kemur að því kaupa notaðan rafbíl, eru aðrir og nýjir hlutir sem þarf að skoða en þegar farið er í kaup á hefbundnum bensín- eða dísil bíl. Þegar farið er í kaup á rafbíl eru líka ákveðnar upplýsingar sem að heyra sögunni til, t.d hvort bíllinn hafi verið reglulega smurður, hvort búið sé að skipta um tímareim, hvort kúplinginn sé orðin léleg eða hvort vélin sé að brenna olíu o.s.frv.

En hvaða þættir eru það sem kaupendur ættu að vita um ástand rafbíla þegar þeir leggja leið sína í að verða rafbílaeigandi í fyrsta skipti ?

Góðu fréttirnar eru þær að vænt viðhald rafbíla virðist vera mun minna í ljósi þess að það eru færri hlutir sem þarf að horfa til. Þar sem batteríið er hjarta rafbílsins er gott á að byrja að kynna sér ástand þess. Að því sögðu er mjög áhugavert að rýna nýja rannsókn GeoTab frá því í desember 2019 þar sem greindir voru 6.300 rafbílar í opið tól þar sem hægt er að sjá meðalrýrnun á heilsu battería eftir tegundum og árgerðum. Heilsa batterísins segir þér hversu mikið bíllinn afkastar í drægni frá því hann var nýr í 100%. Samkvæmt gögnum GeoTab var meðal heilsa batteríana á öllum rafbílunum í 86,5% (SOH) eftir 6 ár og 8 mánuði.

Ef þetta ætti við um einn stakan rafbíl og gefum okkur að hann hafi 250 km drægni (100%) nýr, þá er hann kominn í 216 km (86,5%) á næstum 7 árum. Það ætti að teljast býsna gott, á þessum 7 árum hefur þú einnig sparað þér viðhalds- og rekstrarkostnað sem hlýst af rafbílum árlega. Ef um væri að ræða Nissan Leaf þá væri auk þess 8 ára eða 160 km ábyrgð af rýmdartapi 40 kw rafhlöðu hjá BL gegn því að þú mætir í A og B skoðanir á 15.000 km / 1 árs fresti, nánar.

Þegar kemur að því að kaupa notaðan rafbíl er því gott að kynna sér heilsuna á batteríinu (e. state of health) og ábyrgð rafbílsins, t.d hvort hann sé fluttur inn notaður frá Ameríku eða af öðrum en umboðinu.

Því næst er að renna yfir tékklista FÍB, þ.e útlit, ástand dekkja, bremsa o.s.frv. Þar eru þó fjölmörg atriði sem gilda einungis um bensín- og dísilbíla.

Fyrir utan það að kynna sér ástand rafbílsins er jafnvel enn mikilvægara að skoða þau praktísku atriði eins og t.d hvernig bíl hentar þínum þörfum ? Hvaða drægni (km) hentar þér best út frá akstursvenjum ? Hvaða hleðslu möguleikar eru til staðar fyrir almenning (Plugshare) og/eða kostnað við hleðslustöð í einbýli / fjölbýli.

Ágætt fyrsta skref er að renna yfir framboð nýrra rafbíla hérlendis inn á www.veldurafbil.is til að átta sig á hvað markaðurinn hefur að bjóða í rafbílum. Það er gott að kynna sér drægnina, áhrif veðurfars á hana út fá mismunandi bílum á Electric Vehicle Database og hvaða aðstöðu fólk er í hvað hleðslu varðar. Svo þarf að vita hvaða aðstöðu fólk er í til að hlaða og hvaða hleðslutengi viðkomandi bíll notar, t.d Type 1 eða Type 2. Hvort hraðhleðsla (DC) sé möguleg og hvað rafhlaðan sé stór (kwh), á vefsíðu Orku Náttúrunnar er hægt að sjá hvaða hleðslutengi er í hvaða rafbílum.

Fyrir frekari upplýsingar / ráðgjöf um kaup á notuðum rafmagnsbíl

rafbilastodin@rafbilastodin.is