Upplýsingar

Hér getur þú fundið allar almennings hleðslustöðvar, hvernig gerð, hvort hún sé laus og hvaða hleðslutengi hún tekur (Type 2, Type 1 o.s.frv.)


Ef þú ert að fara í lengra ferðalag þá er hægt að setja ferðalagið á kortið og fá upp hvar og hvenær þú getur stoppað og hlaðið, hve lengi það tekur og hvað þú færð mikla hleðslu. Þú getur meira segja sett inn veðurfar til að áætla meiri drægniþörf, hvaða hleðslutegund þú ert með og jafnvel stillt hvað þú vilt eiga mikið eftir þegar þú kemur.


EV-Database hefur að geyma nánast allt um alla rafbíla. Drægni að vetri, í borgarakstri, hvað tekur langan tíma að hlaða með mismunandi fösum, kWh, verð, hleðslutegund o.s.frv.

KAUPSAMNINGUR RAFBÍLA

Kaupsamningur fyrir rafbílaviðskipti er aðgengur hjá Rafbílastöðinni.

ÁBYRGÐ OG HEILSUFARSMÆLING

Upplýsingar um ábyrgð og heilsufarsmælingar umboða er hægt að nálgast hjá Rafbílastöðinni. Heilsufarsmæling á rafhlöðu / batterí rafbílsins felst í að afla upplýsinga um heilsu rafhlöðunnar í % (e. state of health). Sú mæling segir fyrir um núverandi ástand hennar.

Rafbílar eru mun einfaldari og færri hlutir á hreyfingu sem geta bilað ólíkt því sem þekkist í bensín- og dísel bílum. Rafhlaðan er hjarta rafbílsins og því er lykilatriði að fá heilsustöðu rafhlöðunnar & hvernig hefur verið hugsað um rafhlöðunnar. Það er gott að hafa í huga fjóra helstu áhrifaþætti á líftíma rafhlöðunnar.

Á heimasíðu Orkuseturs er hægt að finna margt gagnlegt, t.d að bera saman rekstrar- og umhverfiskostnað bifreiða. Bera saman rekstarkostnað jarðefnaeldsneytisbifreiða og rafbíla. Skoðið fleiri reiknivélar Orkuseturs hér.

Orka náttúrunnar hefur sett upp gagnlegt efni, auk þess sem þau eru með fjölda hleðslustöðva um allt land sem almenningur getur nýtt sér. Hér er hægt að sækja ON-lykilinn til að hlaða á almennings hleðslum.

Rafmagnsöryggissvið Mannvirkjastofnunar hefur gefið út efni sem tryggir rétta uppsetningu og hönnun við hleðslu rafbíla. Hér er bæklingur þeirra um hleðslu rafbíla og raflagnir.